top of page
Search

Brosmildu og stilltu börnin - Mannlegi Þátturinn




Ragneiður hjá Tengslamat kom nýlega fram í viðtali hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnari Hanssyni í Mannlega þættinum á Rás 1 um námskeiðið Brosmildu og stilltu börnin sem hún stýrir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.


Til að geta skilið börn verður að líta til frumtengsla þeirra og ummönnunaraðila, það þarf að lesa svipbrigði, líkamlegt atferli, yrta og óyrta tjáningu barna svo unnt sé að skima fyrir hættu í tengslasamböndum þeirra.

Þetta er skrifað í lýsingu á námskeiðinu Brosmildu og stilltu börnin sem Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við HÍ, stýrir hjá Endurmenntun HÍ. Ragnheiður kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá námskeiðinu og til dæmis hvernig hægt er að greina tengslahegðun barna sem búa við hættu.


Viðtalið í heild sinni má nálgast hér:


Námskeiðis fer fram Mánudaginn 8. apríl kl. 13:00 - 16:00 og þri. 9. apríl kl. 8:30 - 12:30 hjá Endurmenntun, Dunhaga 7


Nánari upplýsingar um námskeið má finna hér.

10 views0 comments

Comments


bottom of page