top of page
Search

DMM vinnustofa á Íslandi



Tengslamat býður upp á þrjú tengsla námskeið á haustönn 2023 í DMM (Dynamic Maturational Model of Attachment and Adaption). Kennarar á námskeiðinu eru þau Patricia M. Crittenden Ph.D. Þroskasálfræðingur og Andrea Landini M.D. Barna- og unglingageðlæknir



DMM líkanið

DMM tengslahegðunar módelið er sálfélagslegt módel sem lýsir þeim áhrifum sem tengslamyndun getur haft á þroska og virkni einstaklingsins á mismunandi lífsskeiðum. DMM módelið er nýtt til að greina áhrif tengsla á milli barna og foreldra og þá þroska vænleg skilyrði barnsins. DMM módelið leggur áherslu á að tengslamynstur mótast ekki einungis af fyrstu reynslu barns af umönnunaraðila heldur einnig af áframhaldandi reynslu og aðlögun einstaklingsins sjálfs við streitu og áföllum.

DMM módelið byggir á grunni tengslakenninga og flokkunar tengslahegðunar Mary Ainsworth og John Bowlby frá áttunda áratugnum. Mary Ainsworth og Patricia Crittenden störfuðu saman í um tvo áratugi, þar sem Patricia útvíkkaði tengslahegðunarflokka Mary Ainsworth, þar sem tengslahegðunarflokkar Ainsworth tóku aðeins til ungra barna. Patricia Crittenden vann síðan doktorsverkefnið sitt í þroskasálfræði við Virginíu háskólann undir leiðsögn Mary Ainsworth. Í dag hefur Patricia Crittenden lagt sitt á vogarskálarnar þar sem hún hefur þróað DMM tengslahegðunarmódelið sem tekur til ólíkrar tengslahegðunar einstaklinga á öllum lífskeiðum, frá vöggu til grafar.


Tengslanámskeiðin eru þrjú talsins og leið hvert að öðru.


Attachment, Neurodevelopment and Psychopathology (ANP) 20.-23. Október 2023

Tengsl, taugaþroski og sálmeinafræði. Námskeiðið fjallar um þróun, forvarnir og meðferð sálrænna áfalla frá barnæsku til fullorðinsára. Námskeiðið samanstendur af fræðslu um tengslakenningar, þroska á ólíkum

aldursskeiðum, gefur yfirsýn yfir ólík tengslamatstæki innan DMM módelsins, og veitir innsýn í viðeigandi

stuðning í meðferð svo unnt sé að afstýra óæskilegri tengslahegðun. Óæskileg tengslahegðun getur verið sú tengslahegðun sem einstaklingurinn nýtti sér til sjálfsvarnar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skilja tilurð tengslahegðunar frá barnæsku og skoða birtingarmyndir hennar sem geta haft forspárgildi fyrir sálrænum erfiðleikum á seinni lífsskeiðum.

ANP námskeiðið er grunn námskeiðið sem síðan veitir aðgengi að sérhæfðari DMM námskeiðum þar sem unnt er að læra á ólík matstæki fyrir ólík lífsskeið innan DMM tengslamódelsins.



Infant Care Index (ICI) 24.-26. Október 2023 + 3 dagar í fjarkennslu

Infant Care Index er öflugt tengslamatstæki sem nýtt er af starfsfólki heilbrigðis- og félagsþjónustu við að meta tengsl og beita inngripum og veita viðeigandi stuðning svo unnt sé að bæta tengsl á milli foreldra og barns á fyrstu 15 mánuðum í lífi barnsins. Matstækið er hentugt fyrir börn og foreldra, óháð uppruna og menningarlegum bakgrunni. Matstækið er mest notað í starfi með ungum börnum á aldrinum 0-15 mánaða og foreldrum. Infant Care Index matstækið byggir á 3ja mínútna tengslamyndbands upptöku af barni og umönnunaraðila saman.



Toddler CARE-Index (TCI) 28. Nóvember–2. Desember 2023 + 5 dagar í fjarkennslu

Toddler CARE-Index (TCI) er klínískt matstæki sem notað er til að skima fyrir hættu í tengsla sambandi barns og umönnunaraðila. Matstækið greinir tengslahegðun í þrjá ólíka tengslahegðunarflokka, sem fela síðan í sér tvo undirflokka; örugga og óörugga tengslahegðun. Tengslamatstækið er hægt að nýta í meðferð með börnum og umönnunaraðilum þar sem rýnt er í tengslamyndböndin samhliða meðferð og veittur viðeigandi stuðningur eða úrræði. Toddler CARE-Index er notað með börnum á aldrinum 15-72 mánaða og byggir á 5 mínútna tengslamyndbands upptöku af barni í leik með umönnunaraðila.


Námskeiðin verða haldin í Lífsgæðasetri St. Jó, að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.

28 views0 comments

Comments


bottom of page