Vegna mikillar eftirspurnar mun Tengslamat bjóða upp á fjarnámskeið 28. Mars n.k. vegna innleiðingar farsældarlaga barna. Á námskeiðinu er farið yfir 1. stigs skimun á meðal barna innan leik- og grunnskóla sem búa við hættulega tengslahegðun og líðan.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram hér
Farsældarlögin
Farsældarlög um samþætting þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 1. janúar 2022 og er innleiðingartímabilið skilgreint þrjú til fimm ár.
Markmið laganna er að samstarf vegna þjónustu við börn fari í skýrari farveg og að öll börn (0-18 ára) og foreldrar þeirra hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi. Einnig er tilgreint að börn og foreldrar hafi aðgengi að tengilið/málstjóra sem vísar þeim áfram eins og þörf krefur.
Málstjórar sem veita börnum og foreldrum þjónustu eiga að:
fylgjast með velferð og farsæld allra barna
bregðast við þörf fyrir þjónustu
hafa samráð sín á milli til að veita góða þjónustu við hæfi
Þjónustuveitendur er sá sem veitir farsældarþjónustu, hvort sem hann er hluti af stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags eða einkaaðili sem veitir slíka þjónustu á vegum ríkis eða sveitarfélags, t.d. á grundvelli þjónustusamnings.
Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.
Frekari upplýsingar um farsældarlög barna er að finna á vef Barna og Fjölskyldustofu
Comentarios