Með hækkandi sól viljum við vekja athygli á áhugaverðum námskeiðum á vorönn fyrir umönnunaraðila og fagfólk. Dr. Kristine Clay er með doktorsgráðu í sálfræði og löggiltur geðheilbrigðisráðgjafi og meðferðaraðili. Hún auk þess höfundur aðferðarfræðinnar í samþættri foreldraþjálfun.
Kristine er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Aspen Counseling í Washington, Bandaríkjunum, og hefur þróað “Overstory” foreldraþjálfun fyrir fjölskyldur og fagfólk. Námskeiðin verða kennd í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en þáttakendur geta einnig kosið að sitja námskeiðið í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Námskeiðin eru kennd á ensku.
Fósturforeldri: Að skapa öryggi á óöruggum tímumHvort sem um ræðir fósturforeldra, félagsráðgjafa eða sérfræðinga í barnavernd, bjóðum við þér að efla færni í að styðja við og hafa jákvæð áhrif á líðam barna innan fósturfjölskyldna. Við bjóðum upp á námskeið sem miða að því að nýta innsæi úr taugavísindum og tengslafræðum við slíkar aðstæður.
Þarfir barna eru misjafnar og krefjast sérhæfðar greiningar á aðstæðum, markvissra íhlutana og sérhæfðrar þekkingar til að skapa stöðugleika, meðhöndla börn sem hluta af margþættu kerfi, veita stuðning við að takast á við áskoranir, leiðbeina þeim í gegnum erfiða lífsatburði og efla sjálfsþekkingu. | |
Klínísk inngrip fyrir fjölskyldur í kjölfar sambúðarslitaÞetta er námskeið ætlað fagfólki sem vinnur með fjölskyldum sem búa við átök eftir sambandsslit og eru á tveimur heimilum.
Verkefnin eru flókin og krefjast sérhæfðrar þekkingar á mati, íhlutunum og sérhæfingar til að skapa jafnvægi, styðja foreldra í að draga úr átökum, bæta samskipti og smíða nýja samskiptagrundvöll, auk þess að aðstoða börnin við að aðlagast lífi á tveimur heimilum og efla sjálfstyrkingu.
| |
Námskeið fyrir foreldra: Minni átök, meiri friður
Við bjóðum foreldrum, sem glíma við samskiptavanda og átök, að taka þátt í námskeiði sem miðar að því að skapa friðsælla umhverfi fyrir þá og ekki síst börnin þeirra. Markmiðið er að kenna foreldrum nýjar aðferðir til að eiga í samskiptum, takast á við streitu og tryggja barni sínu bestu mögulegu uppeldisskilyrði.
Námskeiðinu verður síðan fylgt eftir með3x1 klst á Zoom með viðeigandi stuðning og ráðgjöf til að styðja við foreldra.
|
Kommentare