Ný og spennandi námskeið á vorönn 2024
- peturssonhinrik

- Feb 29, 2024
- 1 min read

Með hækkandi sól viljum við vekja athygli á áhugaverðum námskeiðum á vorönn fyrir umönnunaraðila og fagfólk. Dr. Kristine Clay er með doktorsgráðu í sálfræði og löggiltur geðheilbrigðisráðgjafi og meðferðaraðili. Hún auk þess höfundur aðferðarfræðinnar í samþættri foreldraþjálfun.
Kristine er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Aspen Counseling í Washington, Bandaríkjunum, og hefur þróað “Overstory” foreldraþjálfun fyrir fjölskyldur og fagfólk. Námskeiðin verða kennd í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en þáttakendur geta einnig kosið að sitja námskeiðið í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Námskeiðin eru kennd á ensku.





Comments