Tenglsmat hefur opnað skrifstofu á Lífsgæðasetri St. Jósefspítala
Lífsgæðasetur St. Jó er staðsett í gamla St. Jósefsspítala að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Lífsgæðasetur St. Jó
Tengslamat ehf, mun flytja starfsemi sína í Lífsgæðasetur St. Jó, í Hafnarfirði og sameinast þar öðrum rekstraraðilum sem eiga það sameiginlegt að vilja auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti.
Húsið á sér rúmlega 90 ára langa sögu en húsið gengdi áður hlutverki St. Jósefsspítala og var rekið af St. Jósefssystrum fram til ársins 1987 þegar ríki og Hafnarfjarðarbær tóku við rekstri spítalans,
Árið 2017 keypti Hafnarfjarðarbær húsið og þann 5.september 2019 á 93 ára vígsluafmæli spítalans opnaði Lífsgæðasetur St. Jó við formlega athöfn.
Skrifstofa Tengslamats opnar um miðjan apríl 2022 og verður á fjórðu hæð hússins við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Við hlökkum til að taka á móti þér.
Comentarios