Tengslamat er að fara af stað með tengslanámskeið fyrir umönnunaraðila og börn 0-6 mánaða. Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægi tengslamyndunar, líðan umönnunaraðila og sjálfsmynd, brjóstaráðgjöf, næringarráðgjöf, nándarvinna, ungbarnanudd, slökun, svefnráðgjöf og kynlífsfræðslu. Á námskeiðinu læra foreldrar að öðlast innsæi í grunn- og tilurð tengslahegðunar barnsins síns, læra aðferðir til að róa sig og barnið sitt með nuddi og slökun, fá fræðslu um líðan og sjálfsmynd eftir barnseign, fræðslu um svefn ungbarna, næringarþörf, kynlíf eftir barnseign auk þess sem þeim gefst tækifæri á að kynnast öðrum umönnunaraðilum sem eru að takast á við svipaðar áskoranir sem fylgja því að eiga ung börn.
Þeir fagaðilar sem veita fræðslu eru:
Tengslamyndun og nándarvinna - Ragnheiður Guðmundsdóttir, tengslasérfræðingur
Líðan og sjálfsmynd - Þorkatla Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur
Brjóstaráðgjöf - Helga Reynisdóttir, ljósmóðir og brjóstaráðgjafi
Flotslökun, Ungbarnanudd og slökun - Íris Eiríksdóttir, jógakennari og nuddari
Svefnráðgjöf - Linzi Trosh Axelsdóttir, sálfræðingur
Kynlífsfræðsla - Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi
Námskeiðið er haldið 26. Október – 4. Desember 2023. Námskeiðið er 7 skipti, 75 mín í senn sem skiptist í 20-30 mín fræðsluerindi, tengslaráðgjöf, ungbarnanudd og slökun.
Námskeiðið fer fram í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér:
Comments