top of page
Search

The Meaning of the Child Interview útgáfuhóf

ree

Ragnheiður hjá Tengslamat tók nýlega þátt í útgáfuhófi í Háskólanum í Hertfordshire vegna útgáfu bókarinnar "The Meaning of the Child Interview" eftir Dr. Benedict Grey en Ragnheiður er einmitt einn af meðhöfundum bókarinnar. 

 

ree

Dr. Benedict Grey er aðalhöfundur bókarinnar, en hann hannaði einnig Meaning of the Child matstækið. 


Ben er Íslandi ekki ókunnugur enda hefur hann ásamt eiginkonu sinni Juliet Kesteven, tvisvar haldið námskeið á Íslandi á vegum Tengslamats. 


Ben lagði mikla áherslu við gerð bókarinnar að draga fram sérfræðiþekkingu Ragnheiðar á  notkun aðferðarfræðarinnar á Íslandi. Aðrir meðhöfundar bókarinnar voru Dr. Rudy Dallos, prófessor við háskólann í Plymouth, Dr. Steve Farnfield Félagsráðgjafi við Háskólan í Reading og Roehampton, Eadaoin Bhreathnach iðjuþjálfi og tengslafræðingur og Noel Molloy félagsráðgjafi.


Um bókina

The Meaning of the Child er kennslubók um viðtalsformið „Meaning of the Child“ (MotC), sem er aðferðarfræði sem er notuð til að skilja fjölskyldutengsl. Bókin er skrifuð af höfund MotC, Dr. Ben Grey með framlagi frá leiðandi fræðimönnum og fagfólki sem notast við MotC í hinum ýmsu aðstæðum til að styðja fjölskyldur. MotC er hálf-staðlað viðtalsform þar sem foreldrar ræða um barn sitt, samband sitt við barnið og foreldrahlutverk sitt.


ree

Í bókinni er ferli greiningar útskýrð, þar á meðal hvernig aðferðin er notuð til að skipuleggja inngrip, leiðbeina um stuðning og hvernig hægt er að nýta aðferðarfræðina til frekari rannsókna. Bókin býður upp á hagnýta leiðsögn um beitingu rannsókna á tengslamyndun og er ætluð fyrir fagfólk í barnavernd og geðheilbrigðisþjónustu. Ekki er gert ráð fyrir forkunnáttu á aðferðafræðinni og eru mörg dæmi og samantektir notuð til að aðstoða lesandann.


Með því að einblína á hvernig foreldrar segja frá reynslu sinni og barnsins síns í ljósi viðvarandi áskorana, auðveldar þessi bók skilningi á erfiðleikum í uppeldi í samblandi við mótlæti, frekar en að fókusa á veikleika einstaklingsins.


Um höfundinn

Dr. Ben Grey er félagsráðgjafi, sálfræðingur og aðalfyrlesari á doktorsnámi í klínískri sálfræði við Háskolólann í Hertfordshire. Ben hefur um árabil veitt þjálfun í tengslafræðum, ritað töluvert af efni um tengslamyndun, framkvæmt mat á foreldrahæfni fyrir fjölskyldudómstóla og unnið ötult starf á sviði barnaverndar.


Bókina er hægt að nálgast hér.

 
 
 

Comments


bottom of page