Yfirlit
The Child Attachment and Play Assessment (CAPA) er matstæki fyrir sérfræðinga sem vinna með börnum til að ná fram upplýsingum um tengsl og margþætt áföll í lífi barna á aldrinum 3-11 ára.
Um framkvæmd CAPA
CAPA matið byggir á leik barns með fígúrur (doll-play) sem er tekið upp á videó og tekur um 25 mínútur í framkvæmd. Stuðst er við frásagnarnálgun þar sem börnum eru gefin upphaf af sögum og þau síðan beðin um að segja og sýna hvað gerist næst. Allar sögurnar draga fram tengslavanda, t.d barnið sem brennir sig á hendinni á eldavélinni, hávaði á nóttinni þegar allir eru sofandi, og litli grísinn sem villist í göngutúrnum. Sögunar miða að ólíkum aldurskeiðum barna á aldrinum 3 – 6 ára og síðan fyrir börn á aldrinum 7 – 11 ára. Þá er verklag fyrir unglinga í þróun.
Um CAPA
CAPA matstækið var þróað til að meta börn sem búið hafa við margþætta vanræsklu og ofbeldi. Nálgunin er áreiðanleg og ekki íþyngjandi þegar verið er að skima andlega líðan, tengslahegðun og tengslasambönd barna. CAPA matstækið skimar vel áhrif áfalla á þroska barna.
CAPA er notað af óháðum sérfræðingum í Bretlandi, og hefur meðal annars verið notað til að meta aðstæður barna sem búa við óviðunandi aðstæður, meðal t.d. fósturvistaðra- og ættleiddra barna til að ná sjónarmiðum þeirra. Einnig er CAPA notað fyrir dómstólum í Bretlandi.
Greiningaraðferð CAPA
Greiningaraðferð CAPA sameinar Dynamic Maturational Model of attachment and adaptation (DMM), tengslahegðunarmódel Dr. Patricia Crittenden og nálgun Winnicotts með „leik og veruleika“ og „möguleg rými“ til þess að skima tengslahegðun barns, hugsanagang, óunnin missi, og áföll samhliða DMM breytum. CAPA er afurð Dr. Steve Farnfield, sem einnig setti á laggirnar meistaranám í Tengslafræðum við Roehampton Háskólann í Bretlandi. Steve hefur lokið þjálfun í ólíkum matstækjum DMM módelsins og leitt námskeið í þeim fræðum. Auk þess sem hann hefur rannsakað málefni fóstur- og ættleiddra barna síðastliðna áratugi og skrifað fjölda greina og bókarkafla.
Kennarar námskeiðsins
Dagsetning
9-13 maí, 2025
og
15. og 16. september
Kennarar
Dr. Steve Farnfield, Fan Zhang og Dr. Ben Grey
Tímasetning
09:00 - 17:00
Verð
189.000.-
Staðsetning
Lífsgæðasetur St.Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður
Nánar um námskeiðið
Námskeiðið fer fram í Lífsgæðasetri St. Jó og í gegnum fjarfundarbúnað
Námskeiðið fer fram í þremur lotum (1 dagur online + 5 dagar í staðkennslu á Íslandi + 2 dagar online live)
Nánar um loturnar
Lota nr. 1
Fyrsta lota byggir á upptöku á fyrirlestrum sem viðkomandi getur horft á hvenær sem er áður en Lota nr. 2 byrjar:
-
Kynningu á CAPA módelinu.
-
Hvernig á að leggja CAPA fyrir barn.
-
Að skilja hvernig greining CAPA er framsett.
-
Og hvernig hægt er að nota niðurstöður til að byggja upp meðferðar- og stuðningsáætlun.
Lota nr. 2
-
Lota nr. 2 felst í 5 daga staðkennslu og online staðkennslu fyrir þá sem hafa ekki tök á að koma í Lífsgæðasetur St. Jó.
-
Kennslan fer fram dagana 9.-13.maí frá 9:00-17:00.
Lota nr. 3
-
Lota nr. 3 felst í tveggja daga online staðkennslu 15. og 16. september með Fan Zhang, Dr. Steve Farnfield og Dr. Ben Grey.
Nánari upplýsingar um CAPA er að finna hér