top of page

Umsjón með umgengni undir eftirliti

Father and Daughter

Umsjón með umgegni undir eftirliti er þjónusta sem veit er barnaverndarnefndum, sýslumannsembættum, og aðilum sem starfa í fjölskyldurétti.

 

Allir starfsmenn Tengslamats sem sinna eftirliti með umgengni hafa fengið þjálfun í að skima fyrir hættu í tengslasamböndum barna og umönnunaraðila. Samhliða umgengni notast þeir einnig við sérútbúinn skimunarlista auk þess sem þeir skrifa dagála eftir hverja umgengni.

 

Allir starfsmenn Tengslamats eru einnig færir í að taka tengslamyndbönd fyrir börn á aldrinum 0-5 ára.

 

Allir starfsmenn Tengslamats búa yfir fjölbreyttri tungumálafærni, td. íslensku, ensku, þýsku, sviss-þýsku, frönsku, spænsku og kóreysku.

 

Hægt er að óska eftir greiningu á sérvöldu tengslamati á meðan umsjón með umgengni undir eftirliti á sér stað.

Verkferlar

Þjónustusamningur

Eftirlitsaðili valinn

Umgengni undir eftirliti

Skilafundur

Eftir að umsókn með eftirliti á umgengni hefur borist er gerður þjónustusamningur um eðli, umfang máls og meðferðartíma.

Tiltekinn eftirlitsaðili valinn með tilliti til eðli og umfang máls. Eftirlitsaðili nýtur handleiðslu Ragnheiðar Bjargar Guðmundsdóttur samhliða eftirliti, eftir þörfum.

Eftirlitsaðili fyllir út sértækan lista í hverri umgengni auk þess sem hann skrifar dagála að umgengni lokinni. Þá sjá eftirlitsaðilar einnig um að taka upp tengslamyndbönd meðan á umgengni stendur, ef þess er óskað.

Skilafundur að málsmeðferðartíma loknum þar sem lokaskýrsla ef afhent. Ef óskað er eftir tengslamatsgreiningu samhliða umgengni er unnin ítarlegri skýrsla með greiningu þeirra tengslamata. Þá fylgja einnig upptökur af tengslamyndböndunum með lokaskýrslu sem hægt er að nýta til frekari vinnslu í máli. 

Viltu vita meira?

790 2070

bottom of page