top of page
Cute Girl Eating Apple

Rannsóknir á tengslahegðun

Fyrirtækið Tengslamat, sérhæfir sig í rannsóknum þar sem áhersla er lögð á að skoða tengslahegðun barna og fullorðinna. Greiningar á tengslamötum sem notast er við í rannsóknum eru unnin í samvinnu við Family Relations Institute svo unnt sé tryggja áreiðanlegar og réttmætar niðurstöður þar sem öll gögn eru blind kóðuð af sérþjálfuðum fagaðilum í hverju matstæki fyrir sig.

Rannsóknir

Tengslahegðun íslenskra barna

University of Calgary, APrON research TCI data

Doktorsverkefnið miðar að því að kanna hvernig tengslahegðun íslenskra barna á aldrinum þriggja til fimm ára er háttað við umönnunaraðila sína. Niðurstöður rannsókna gefa þá til kynna hvernig tengslahegðun íslendinga hefur þróast í gegnum kynslóðir. Hvernig menningar arfleið hefur mótað tengslahegðun okkar og gildi.

APrON, Alberta Pregnancy Outcomes and Nutrition er langtíma rannsókn sem skimar fyrir næringu mæðra á meðgöngu, þroska fósturs í móðurkviði og þroska barna á ólíkum aldursskeiðum. Í þessari rannsókn hefur verið stuðst við ólík matstæki DMM módelsins á rannsóknar tímabilinu.

​Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna hér.

bottom of page