top of page

Tengslamat

Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption (DMM) er hugtak sem lýsir líkani um tengsl og aðlögun út frá þroska- og aðlagunarferli einstaklingsins. Þetta líkan leggur áherslu á það hvernig tengsl einstaklingsins við forsjáraðila sína og umhverfið mótar hegðun, skynjun og sjálfsmynd hans eftir því sem hann þroskast og aðlagast umhverfinu sín.

 

Aðferðarfræðin er upprunarlega byggð á grunni tengslakenninga John Bowlby og Mary Ainswort en síðastliðna áratugi hefur Patricia Crittenden, í samvinnu við Ainsworth og Bowlby, þróað tengslakenningar þeirra áfram undir heitinu DMM, sem líkja má við regnhlíf yfir ólík tengslamatstæki og taka til mismunandi lífsskeiða einstaklinga.

 

Kostur tenglsamatstækjanna felst í því að hægt er að skima fyrir hættu í tengslasamböndum og greina þannig tilurð tengslahegðunarinnar. Með þeim hætti er hægt að greina þarfir einstaklings fyrir frekari stuðning og viðtalsmeðferð.

​

Kostir DMM módelsins

​

1. DMM veitir heildstæðan skilning á því hvernig tengslahegðun mótar einstaklinga og hefur áhrif á samskipti þeirra út lífið.

2. Með DMM getur fagfólk fengið betri innsýn í tengslahegðun skjólstæðinga sinn og aðlagað inngrip til að stuðla að öruggri tengslum og andlegri velferð.

3. Einstaklingar geta fengið innsýn í tengslahegðun sína sem stýrir tilfinningum og aðlögunarfærni þeirra, sem getur leitt til persónulegrar þróunar og aukinnar sjálfsmeðvitundar.

4. Að skilja eigin tengslahegðun og tengslahegðun annarra getur leitt til öruggari og hamingjusamari samskipta, frekari samúð, og færni til að forðast árekstra.

 

Nánari upplýsingar um aðferðarfræði, rannsóknir ofl er hægt að nálgast hér 

Tengslamat eftir aldursskeiði

bottom of page