top of page

Tengslamat

Aðferðarfræði tengslamatstækjanna byggir á grunni tengslakenninga John Bowlby og Mary Ainswort. Síðastliðna áratugi hefur Patricia Crittenden, í samvinnu við Ainsworth og Bowlby, þróað tengslakenningar þeirra áfram undir eigin módeli; Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption. DMM módelið þjónar sem regnhlíf yfir ólík tengsla-matstæki sem taka til mismunandi lífsskeiða einstaklinga.

 

Tengslahegðun er flokkuð í tvo flokka. Örugga- og óörugga tengslahegðun. Óörugg tengslahegðun er síðan flokkuð í tvo undirflokka, bælda- og úthverfa tengslahegðun. 

 

Markmið allra matstækja er að skima fyrir hættu í tengslasamböndum.

 

Kostur matstækjanna felst í því að skima fyrir hættu í tengslasamböndum og greina þannig tilurð tengslahegðunarinnar. Með þeim hætti er hægt að greina þarfir einstaklings fyrir frekari stuðning og viðtalsmeðferð.

 

Nánari upplýsingar um aðferðarfræði, rannsóknir ofl er hægt að nálgast hér 

Tengslamat eftir aldursskeiði

bottom of page