top of page
Cute Girl Eating Apple

Toddler Care Index, TCI

Toddler Care Index, er ætlað börnum 18 mánaða til fimm ára.

Nánar

  • TCI matið felst á 5 mín myndbandsupptöku þar sem umönnunaraðili leikur við barnið sitt. Leikur í þrjár mín, 1 mín hlé á leik og 1 mín í leik að nýju. Þessi nálgun byggir á Infant Care Index mati, Crittenden, og Strange Situation Procedure, Ainsworth. Notast er við púlsmælir meðan að mat fer fram í einstaka málum, svo unnt sé að greina einnig innri líðan barns.
     

  • Skimað er fyrir tengslahegðun og viðbrögðum barns í nánu samspili við umönnunaraðila og hegðun umönnunaraðila. Síðan er hegðun barns kóðuð og greind. Þannig er unnt að bera kennsl á tilurð tengslahegðunar barns.
     

  • Hægt er að notast við matstækið í meðferð með umönnunaraðilum þar sem lagt er uppúr að auka tilfinningalega næmni umönnunaraðila og færni þeirra til að lesa í þarfir barns síns.
     

  • Kostur TCI, er að unnt er að endurtaka matið ítrekað og mæla þannig árangur í tengslavinnu yfir ákveðið tímabil.

Tengslamat eftir aldursskeiði

bottom of page