top of page

Framkvæmd farsældarlaga - Fjarnámskeið fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla

Online Education

Yfirlit
 

Á námskeiðinu er farið yfir 1. stigs skimun meðal barna innan leik- og grunnskóla sem búa við hættulega tengslahegðun og líðan.

 

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi:

  • DMM, Dynamic Maturational Model of Attachment and Adaption.

  • Örugga og óörugga tengslahegðun.

  • Birtingarmyndir óöruggrar tengslahegðunar.

  • Börn sem búa við hættu.

Ávinningur
 

  • Færni í að skilja hugmyndafræði DMM módelsins.

  • Færni til að greina örugga og óörugga tengslahegðun.

  • Færni til að skima börn sem búa við hættu.

 

Hvert námskeið er 1 x 4 klukkustundir.

Fjarnámskeið
 

  • Námskeiðið er kennt í rauntíma á fjarkennsluforritinu ZOOM.

  • Nemendur verða að hafa aðgengi að tölvu, spjaldtölvu eða síma ásamt hljóðnema.

  • Nemendur eru hvattir til að hafa kveikt á vefmyndavél á meðan námskeiðinu stendur.

  • Leiðbeinandi mun senda út fundarboð á netfang þátttakanda ásamt hlekk til að komast inn á námskeið.

  • Ekki er nauðsynlegt að hlaða forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

  • Mælt er með að nemendur komi nokkrum mínútum fyrir fundinn til að tryggja að tæknibúnaður virki sem skildi.

  • Mælt er með Chrome eða Firefox vafra.

Dagsetning

Mánudagur 30. Október 2023

Leiðbeinandi

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Tímasetning

15:00-19:00

Verð

Kr. 21.600.-

Staðsetning

Fjarnámskeið

bottom of page