top of page

Námskeið fyrir starfsfólk sem fer með eftirlit með umgengni

Father and Son

Yfirlit
 

​Námskeiðið er sniðið að þörfum starfsfólks sem sinnir eftirliti með umgengni og starfsmönnum barnaverndarnefnda.
Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi:
 

  • DMM, Dynamic Maturational Model of Attachment and Adaption.

  • Tengslahegðun og flokkun tengslahegðunar örugga og óörugga tengslahegðun.

  • Birtingarmyndir tengslahegðunar: svipbrigði, yrt og óyrt tjáningu og líkamlegt atferli barna sem búa við hættu.

  • Hvað mikilvægt er að skima í umgengni með eftirliti.

  • Hvernig eftirlitskýrslur eru uppbyggðar.

  • Umgjörð að umgengni með eftirliti.

Ávinningur
 

  • Færni í að skilja hugmyndafræði DMM módelsins.

  • Þekkja grunn og tilurð tengslahegðunar.

  • Færni í að lesa í örugga og óörugga tengslahegðun.

  • Færni í að lesa í hættulega tengslahegðun.

  • Færni í að greina hvað er mikilvægt að skima fyrir í umgengni með eftirliti.

  • Verklag við að skrifa skýrslur sem taka til umgengni með eftirliti. Þannig að auðvelt er fyrir barnaverndarstarfsmann að lesa í gegnum margar skýrslur í senn, og meta þannig umgengnina og áhrif hennar fyrir barn og umönnunaraðila.

  • Færni til að skapa hvað æskilegustu aðstæður fyrir umgengni undir eftirliti

Framhaldsnámskeið fyrir starfsfólk sem fer með eftirlit með umgengni, dagsetningar verða birtar síðar.

Dagsetning

Mán og Þrið 17 og 18.apríl

Leiðbeinandi

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Tímasetning

Lengd námskeiðs 8 klst

15:00 - 19:00

Verð

Kr. 43.200

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgata 41, Hafnarfirði

salur Hjartað

bottom of page