The Meaning of the Child interview
(Motc) lll & lV
klínískt námskeið
með Dr. Benedict Grey
Yfirlit
Meaning of the child Interview (MotC) námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og umönnunaraðilum lokið hafa MotC l & ll. Námskeiðin verða kennd í gegnum fjarfundarbúnað á ensku.​​
​​
MotC Ill - Coding of the MotC
​
-
ï‚· 11-12. nóvember 2024 í fjarkennslu á zoom frá Bretlandi.
-
​Námskeiðið miðar að því að aðstoða fagaðila við að ná áreiðanleika og réttmæti í skimun á MotC tengslaviðtali.
-
Þau sem lokið hafa MotC l & ll geta tekið upp þráðin að nýju með þátttöku í þessu námskeiði.
-
Að loknu námskeiðum gefst þátttakendum tækifæri á að þreyta áreiðanleika og réttmætipróf. Ef þátttakendur standast prófið fá þeir staðfestingu þess efnis að þeir séu færir um að greina MotC fyrir þá sjálfa og aðra.
-
Forkröfur fyrir þetta námskeið er að viðkomandi hafi lokið MotC l & ll.
MotC IV - Formulating Using the Meaning of the Child Interview
-
25-26. nóvember í fjarkennslu á zoom frá Bretlandi.
-
Námskeiðið byggir á að auka færi þátttakenda í að nota MotC tengslaviðtalið í samtali við skjólstæðinga sína um viðkvæm málefni sem geta komið upp og hvaða leiðir eru færar til að takast á við þau.
-
Þetta námskeið miðar að því að skoða MotC greiningar og nota þær til að skilja tengslasamband umönnunaraðila og barns með það að markmiði að útskýra meðferðaráætlun. Einnig verður farið yfir hvernig skýrslur eru uppsettar fyrir umönnunaraðila.
-
Forkröfur fyrir þetta námskeið er að viðkomandi hafi lokið MotC l & ll.​
Ávinningur
-
Nálgun MotC er ekki fólgin í ‘greiningum’ út frá læknisfræðilegum greiningarmódelum heldur að skilja tilurð og eðli erfileika og í hvaða samhengi þeir eru sýnilegir. Þannig er hægt að skilja hvaða áhætta, stuðningur og inngrip eru mikilvæg til að styðja við börn og umönnunaraðila.
-
Það mun ekki kenna né leggja til hvaða meðferðarnálgun er notuð hverju sinni heldur aðstoða fagaðila óháð starfsvettvangi að notast við MotC tenglsaviðtalið til að skilja betur tengslasamband umönnunaraðila og barns, þar sem þau geta valið hvaða stuðningur er þeim mikilvægur hverju sinni.
Leiðbeinendur
​
Dr. Benedict Grey er kennari í tengslafræðum og rannsóknum því tengdu við Hertfordshire háskólann í Englandi. Þá leiðir Benedict Grey doctorsnám við Hertfordshire háskólann. Hann er einnig meðstjórnandi Cambridge Center of Attachment.
Benedict Grey er bæði félagsráðgjafi og sálfræðingur að mennt og hefur hann yfir 20 ára reynslu af greiningum og ráðgjöf innan tengslafræða fyrir félagsþjónustu og dómstóla.
Benedict Grey hefur birt fjölda fræðigreina um tengsl barna og umönnunaraðila, um gildi tengslamatstækja fyrir dómstólum og um þessar mundir rannsakar hann tengslasambönd umönnunaraðila við börn sem eru á einhverfurófinu.
Benedict Grey og Juliet Kesteven eru hjón en hún er félagsráðgjafi að mennt og hafa þau kennt MotC námskeiðin saman.
​
Hér er hægt að nálgast ítarefni um MotC
http://www.meaningofthechild.org/
Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um kennara námskeiðsins
Dr. Benedict Grey
​​​
​
Dagsetning
MotC Ill 11. & 12 nóv 2024
MotC IV 25. og 26. nóv 2024
​
Leiðbeinandi
Dr. Benedict Grey
félagsráðgjafi og sálfræðingur
Juliet Kesteven
félagsráðgjafi ​​
Tímasetning
Nánari upplýsingar síðar
​
​
Verð
MotC Ill Kr. 55,200
MotC IV Kr. 55,200​​​​
​​​
​
Staðsetning
Námskeiðin verða kennd í gegnum zoom fjarfundarbúnað frá Bretlandi