Para- og fjölskyldu viðtöl
Boðið er upp á paraviðtöl þar sem skimað er fyrir ólíkri tengslahegðun einstaklinga í parsambandi.
Með þeim hætti öðlast pör innsýn í að skilja tengslahegðun beggja aðila og tilurð hegðunarinnar.
Einnig er boðið upp á fjölskylduviðtöl þar sem miða að því að skoða samspil tengslahegðunar meðal einstaklinga innan fjölskyldunnar. Einnig hvaða ólíku hlutverkum einstaklingar gegna innan sömu fjölskyldu.
Teiknuð eru upp fjölskyldukort til að átta sig á fjölskyldu einingunni og samsetningu fjölskyldunnar. Fjölskyldukort gefa góða innsýn í hverjir tilheyra fjölskyldunni og hvernig við skilgreinum okkar eigin fjölskyldu.
Boðið er upp á tengslamöt fyrir alla fjölskyldumeðlimi ef þess er óskað.
Einnig er boðið upp á tengslamöt til að greina hvernig ákveðið tengslahegðun hefur þróast á milli kynslóða innan fjölskylda.
"Tengsl fyrst við frum umönnunaraðila og síðar maka eru forsendur
fyrir öryggi".
John Bowlby (1979)
"Markmið tengsla í frumbernsku og síðar á fullorðinsárum eru þau sömu, að öðlast tilfinningalegt öryggi".
Sroufe og Waters (1997)
"Einstaklingar eru í eðli sínu knúnir til að leita líkamlegrar og tilfinningalegrar nándar í parsamböndum til að styðja við eigin tilfinningastjórnun".
Shaver og Mikulincer (2014)