top of page

Tengslaeflandi námskeið fyrir börn
og umönnunaraðila 
af erlendum uppruna

Father and Son

Yfirlit

 

Námskeiði er ætlað fjölskyldum af erlendum uppruna, sem bíða eftir því að mál þeirra fái afgreiðslu á Íslandi. Markmið námskeiðs felst í að auka vellíðan barna og foreldra sem hafa búið við ótryggar aðstæður og gera enn.
 

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi:

  • Tengslahegðun, örugga og óörugga tengslahegðun

  • Hvernig við byggjum upp örugg tengsl við börnin okkar í ótryggum aðstæðum

  • Hvernig getum við dregið úr streitu í daglegu lífi

  • Hvernig getum við aukið ánægjulegar upplifanir með barni/börnunum okkar

 

Ávinningur:

  • Innsæi í eigin hegðun og líðan

  • Innsæi í hvernig eigin hegðun og líðan endurspeglar líðan barns/barna okkar

  • Öðlast færni í að lesa í tengslaþarfir barnsins/barnanna

  • Auka gæði tengsla við barnið og fjölskylduna

  • Innsæi í hvernig hægt er að afstýra óæskilegri tengslamyndun

  • Innsæi í hvernig hægt er að afstýra óæskilegri tengslahegðun

​

​Hvaða leiðir eru farnar í að byggja upp innihaldsrík tengsl

  • Í gegnum viðtalsmeðferð og fræðslu

  • ï‚· Í gegnum leik

  • ï‚· Í gegnum nánd

  • ï‚· Í gegnum slökun auk flotslökunar

  • ï‚· Tengslamyndbönd tekin af foreldrum og barni, tengslamyndbönd skoðuð með foreldrum svo unnt sé að draga lærdóm og öðlast aukna færni í að lesa í tengslaþarfir barnsins/barna sinna.

 

Dagsetning eftir samkomulagi

Tímasetning eftir samkomulagi

​

Lengd námskeiðs eru 5 skipti x 2 klst í senn.

​

Leiðbeinendur:

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Írs Eiríksdóttir, jógakennari og heilsunuddari

Dagsetning

Dagssetning eftir samkomulagi

​

Leiðbeinandi

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Tímasetning

Tímasetning eftir samkomulagi​

​Námskeiðið er 5x2 klst.

Verð

Verð eftir samkomulagi

​

​

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgata 41, Hafnarfirði, 4 hæð

bottom of page