top of page

Tengslanámskeið fyrir  umönnunaraðila
og börn 6-12 mánaða

Exercising with Baby

Aukum gæði tengsla, frumtengsl fylgja börnum frá vöggu til grafar

John Bowlby lýsti tengslum sem tilfinningalegum böndum sem hefðu áhrif á hegðun frá vöggu til grafar. Til að geta skilið börn verður að líta til frumtengsla þeirra við umönnunaraðila.

Fyrir hverja:

Tengslanámskeið fyrir umönnunaraðila og börn 6-12 mánaða.
 

Hvar og hvenær fer námskeiðið fram?

 • Námskeiðið eru 7 skipti, 75 mín í senn.

 • Tímabil námskeiðs er 26. Október – 4. Desember 2023.

 • Námskeiðið er haldið frá kl. 9:00-10:15 alla mánudaga að undanskildum 26.október þar sem flotslökun er veitt kl. 20:00 í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, en sá tími er aðeins ætlaður umönnunaraðilum.

 

Fræðsla námskeiðs:

Mikilvægi tengslamyndunar, líðan umönnunaraðila og sjálfsmynd, næringarráðgjöf, nándarvinna, ungbarnanudd, slökun, svefnráðgjöf og kynlífsfræðsla. Hvert skipti felst í 20-30 mín fræðsluerindi, tengslaráðgjöf, ungbarnanuddi og slökun. Í upphafi námskeiðs er umönnunaraðila veittur glaðningur með varning sem viðkomandi getur notað samhliða námskeiðinu.

 

Kostnaður og staðsetning

 • Námskeiðið kostar 54,900 krónur og er alls 7 skipti.

 • Námskeiðið fer fram í Lífsgæðasetri St. Jó, á 4.hæð í salnum Augað, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði og Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar.

 • Fjöldi þátttakenda á námskeiði miðast við tólf börn og einn til tvo umönnunar-/tengslaaðila.

 

Fyrirkomulags námskeiðs umönnunaraðila og barna 0-6 mánaða

 

26. október

 • Íris veitir umönnunaraðilum flotslökun/flotþerapíu í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar kl. 20:00.

 

30. október

 • Ragnheiður fræðsla um tengslamyndun, æfingar gerðar með tilliti til tengsla.

 • Íris kennir slökun.

 

6. nóvember

 • Þorkatla veitir fræðslu um sjálfsmynd og líðan umönnunaraðila.

 • Íris kennir ungbarnanudd og slökun.

 • Ragnheiður veitir stuðning við tengsl umönnunaraðila við barnið sitt.

 

13. nóvember

 • Linzi veitir svefnráðgjöf.

 • Íris kennir ungbarnanudd og slökun.

20. nóvember

 • Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitir næringarráðgjöf. 

 • Íris kennir ungbarnanudd og slökun.

 • Ragnheiður veitir stuðning við tengsl umönnunaraðila við barnið sitt.

 

27. nóvember

 • Kristín Þórsdóttir býður upp á kynlífsfræðslu eftir barnsburð.

 • Íris kennir ungbarnanudd og slökun.

 • Ragnheiður veitir stuðning við tengsl umönnunaraðila við barnið sitt.

 

4. desember

 • Íris kennir ungbarnanudd og slökun

 • Ragnheiður veitir fræðslu og stuðning við umönnunaraðila um mikilvægi tengsla við barnið sitt.

 • Pálínuboð fyrir umönnunaraðila og börn.
   

Viðbót fyrir þá sem það vilja fyrir upphaf námskeið og svo í lok námskeiðs

Umönnunaraðila/aðilum stendur til boða að fá tekið upp tengslamyndband af sér með barni. Með því er hægt að sjá hvernig tengslahegðun barns er háttað með umönnunaraðila. Tengslamyndbandsupptakan byggir á ICI, Infant Care Index, fræðum sem tilheyrir matstækjum DMM módelsins, Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption sjá nánar um ICI hér

 

Ávinningur á að sækja námskeiðið

Öðlast innsæi í grunn- og tilurð tengslahegðunar barnsins þíns. Lærir aðferðir til að róa þig og barnið þitt með nuddi og slökun. Færð fræðslu um líðan og sjálfsmynd eftir barnseign, fræðuslu um svefn ungbarna, næringarþörf, kynlíf eftir barnseign auk þess sem þér gefst tækifæri á að kynnast umönnunaraðilum sem eru að takast á við svipaðar áskoranir sem fylgja því að eiga ung börn.

 

Nánar um kennara

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur rekur stofuna Tengslamat sem er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó. Ragnheiður sérhæfir sig í að skoða tengslahegðun barna og fullorðinna. Síðastliðin 12 ár hefur Ragnheiður sérhæft sig í námi í tengslafræðum og staðið fyrir kennslu við HÍ, EHÍ og eigin námskeiðum við Lífsgæðasetrið St. Jó.


Íris Eiríksdóttir jógakennari og heislunuddari rekur Yogahúsið og heilsunudd Írisar sem staðsett er í Lífsgæðasetri.stjó. Íris hefur starfað sem jóga og hugleiðslukennari, siðan 2011 en sem nuddari og flotþerapisti síðan 2019. Íris hefur víðtæka reynslu og hefur sérhæft sig í aðferðum til þess að sefa og styrkja taugkerfið með jóganidra aðferðarfærði, hugleiðslu og flotþerapíu. Íris sér um alla jóga og slökunar kennslu hjá Takti Parkinsonssamtökunum og Seiglu, Alzheimersamtökunum, ásamt námskeiðahaldi í samstarfi við VIRK, Yogahúsið og á eigin vegum.


Ragnheiður og Íris hafa starfað saman í tengslaeflandi meðferðarvinnu fyrir börn og umönnunaraðila, í Lífsgæðasetri St. Jó. Vinnan tekur til alls aldurs, frá ungum börnum til roskinna fullorðinna. Sú vinna felst í að vinna með 2 – 3 kynslóðum hverju sinni í að auka og styrkja gæði tengsla og nándar í tengslasamböndum.


Nánar um gestafyrirlesara

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, bókaútgefandi, heilsukokkur, fyrirlesari, sjónvarps- og leikkona mun ræða við umönnunaraðila um heilsu og næringu ungbarna. Þar fer hún yfir mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga þegar byrjað er að gefa litlu barni að borða og öll fjölskyldan mun njóta góðs af. ebba@pureebba.com

 

Kristín Þórsdóttir er kynlífsmarkþjálfi og heilari. Kristín rekur fyrirtækið Eldmóð þar sem hún veitir ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og félagasamtök. Nánar um Krístínu hér @eldmodurin @eldmodur_yoni @kristin_thors

 

Linzi Trosh Axelsdóttir er sálfræðingur og eigandi Svefnró sem er fyrirtæki sem veitir foreldrum barna á aldrinum 0-6 ára svefnráðgjöf. Markmið Linzi er að veita foreldrum verkfæri til að auðvelda börnum sínum svefn. Nánar um Linzi hér

 

Þorkatla Elín Sigurðardóttir er sálfræðingur og rekur stofuna Hlöðuloftið. Þorkatla er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó auk þess sem hún er með meðferðaraðstöðu í hesthúsi á Sörlaskeiði 32 í Hafnarfirði. Nærvera við dýr er stundum hluti af þeirri meðferð sem hún veitir. Nánar um Þorkötlu r

 

Styrkur

Átt þú rétt frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.

Dagsetning

Fim 26. október*

Mán 30. október

Mán 6. nóvember

Mán 13. nóvember

Mán 20. nóvember

Mán 27. nóvember

​Mán 4. descember

Leiðbeinandar

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur 
 

Íris Eiríksdóttir
jógakennari og heislunuddari

Tímasetning

20:00-21:15*

9:00-10:15

9:00-10:15

9:00-10:15

9:00-10:15

9:00-10:15

9:00-10:15

Verð

Kr. 54,900.-

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgata 41, Hafnarfirði,

salur Augað

og *Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar.

Bóka núna

Fara á skráningarsíðu

bottom of page