
Velkomin á Tengslamat.is
Tengslamat sérhæfir sig í einstaklings-, para- og fjölskyldu viðtölum, umsjón með umgengni undir eftirliti og tengslamötum, auk ráðgjafar og þjálfunar fagfólks sem starfar með börnum. Þá sérhæfir Tengslamat sig einnig í rannsóknum sem miða að því að skoða tengslahegðun einstaklinga.
Djúp og varanleg tilfinningatengsl eru forsenda hamingju og velgengni. Til þess að geta skilið einstaklinginn verður ávallt að líta til þeirra tengsla og jarðvegs sem einstaklingurinn sprettur úr. Hvernig tengslum í frumbernsku var háttað og hvernig fyrri reynsla hefur mótað líf einstaklings. Þannig getum við aldrei skilið tengslahegðun einstaklings eina og sér því tengslahegðun einstaklings verður ávallt til í samspili við aðra.
"Einstaklingurinn fæðist inn í fjölskyldu sem síðan kemur honum til manns og veitir honum siðferðislegt uppeldi sem hlaðin eru viðhorfum og gildum".
Sigrún Júlíusdóttir (2001),
"Í fjölskyldumeðferð eru samskipti innan fjölskyldu, hvernig þeim er háttað og hvaða áhrif þau hafa á fjölskyldumeðlimi viðfangsefni meðferðar".
Nichols og Schwartz (2004)

Tengslamat
Við bjóðum upp á tengslamat fyrir ólík aldursskeið. Áhersla er lögð á að greina tengslahegðun einstaklinga og skima fyrir hættum í tengslasamböndum. Sjá nánar

Para- og fjölskylduviðtöl
Boðið er upp á paraviðtöl þar sem skimað er fyrir ólíkri tengslahegðun para. Með því er pörum tamara að skilja hegðun beggja aðila og tilurð þeirrar hegðunar. Sjá nánar

Umsjón með umgengni undir eftirliti
Tengslamat býður barnaverndarnefndum, sýslumannsembættum og lögfræðingum sem fara með mál fyrir dómstóla, umsjón á eftirliti með umgengni. Sjá nánar
Gildi tengsla


Patricia Crittenden, 2016