top of page
Playful Family

Námskeið á vorönn 2024

Með hækkandi sól viljum við vekja athygli á áhugaverðum námskeiðum á vorönn fyrir umönnunaraðila og fagfólk.

Young Family

Þjónusta

Við bjóðum upp á tengslamat fyrir ólík aldursskeið. Áhersla er lögð á að greina tengslahegðun einstaklinga og skima fyrir hættum í tengslasamböndum. 

Girl in Therapy

Þjónusta

Tengslamat býður upp á viðtalsmeðferð sem miðar að því að líta til frumbernsku og skima þannig fyrir unnum sem og óunnum áföllum í lífi einstaklings. 

Taking Selfie

Þjónusta

Boðið er upp á paraviðtöl þar sem skimað er fyrir ólíkri tengslahegðun para. Með því er pörum tamara að skilja hegðun beggja aðila og tilurð þeirrar hegðunar. 

Um Tengslamat

Tengslamat sérhæfir sig í einstaklings-, para- og fjölskyldu viðtölum, umsjón með umgengni undir eftirliti og tengslamötum, auk ráðgjafar og þjálfunar fagfólks sem starfar með börnum. Þá sérhæfir Tengslamat sig einnig í rannsóknum sem miða að því að skoða tengslahegðun einstaklinga. 

 

Djúp og varanleg tilfinningatengsl eru forsenda hamingju og velgengni. Til þess að geta skilið einstaklinginn verður ávallt að líta til þeirra tengsla og jarðvegs sem einstaklingurinn sprettur úr. Hvernig tengslum í frumbernsku var háttað og hvernig fyrri reynsla hefur mótað líf einstaklings. Þannig getum við aldrei skilið tengslahegðun einstaklings eina og sér því tengslahegðun einstaklings verður ávallt til í samspili við aðra.

 

Sjá nánar

Tengslamat kynning

Tengslamat kynning

Play Video

Gildi tengsla

stjo.jpeg
Dr Patricia Crittenden

Patricia Crittenden, 2016

"Yesterday‘s children, today's mothers and fathers"
bottom of page