top of page
Search

Innlit hjá Tengslamat

Fengið að láni af Fésbókarsíðu Lífsgæðasetur St. Jó HafnarfirðiTengslamat – Tengsl og tengslahegðun frá vöggu til grafar


Ragnheiður B. Guðmundsdóttir sem er sérfræðingur í tengslahegðun og tengslamyndun barna og fullorðinna hefur komið sér vel fyrir á 4. hæð Lífsgæðasetursins. Þar starfrækir hún Tengslamat í huggulegu rými undir súð. Tengslamat sérhæfir sig í tengslum og tengslahegðun barna og fullorðinna og veitir fólki stuðning í að bæta eigin líðan og lífsgæði.


Tengslahegðun einstaklinga verður í upphafi ávallt til í tengslum við frumumönnunaraðila og síðar á lífsleiðinni við maka og aðra nána. Því er mikilvægt að skoða tengsla sambönd þegar markmið er að stuðla að bættri líðan og jafnvægi í lífi einstaklinga.


Hjá Tengslamati er stuðst við DMM greiningar módelið, Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption, sem skimar tilurð tengslahegðunar einstaklinga á ólíkum aldri. Slík viðtöl skima einnig fyrir hættu í tengslasamböndum, unnum sem og óunnum áföllum og depurð. Tengslaviðtal er góður vegvísir fyrir áframhaldandi stuðning við einstaklinga á öllum aldursskeiðum.


Ragnheiður hjálpar fólki að vinna úr óunnum áföllum, bæta tengsla sambönd við mikilvæga tengslaaðila, leiðbeina einstaklingum í átt að betri líðan með öruggari tengslahegðun sem skapar vellíðan og jafnvægi í lífi einstaklings, og stuðlar þannig að bættum lífsgæðum einstaklinga.


Samhliða starfi í Lífsgæðasetrinu er Ragnheiður í doktorsnámi við HÍ þar sem hún rannsakar tengslahegðun íslenskra barna á aldrinum 3ja-5 ára. Að auki hefur hún verið að leggja grunn að rannsókn einstaklinga sem vistaðir voru á Vöggustofum Reykjavíkurborgar á árunum 1949-1979, um skaðsemi slíkrar vistunar á ungabörn.


Þann 22. ágúst mun hefjast röð námskeiða á vegum Tengslamats sem miða að því að aðstoða fagfólk að skima hættulega tengslahegðun barna. Sjá yfirlit námskeið hér

180 views0 comments

Comments


bottom of page