top of page
Search

The Meaning of the Child Interview (MotC) námskeið

Við erum svo heppin að hafa geta fengið Dr. Ben Grey, dósent í tengslafræðum og rannsóknum við háskólann í Roehampton UK til að halda tvö námskeið í The Meaning of the Child Interview (MotC) í janúar nk. Sjá nánar um námskeiðið hér



MotC viðtalið byggir á þeirri aðferðarfræði að öðlast skilning á tengslasambandi umönnunaraðila og barns. Að fagaðili öðlist skilning og innsæi á viðhorfi umönnunaraðila á eigin barni. MotC viðtalið felst í hálf stöðluðu viðtalsformi, þar sem umönnunaraðili talar um barnið sitt og samband sitt við barnið. Eigin gildi og áherslur í uppeldi sem síðan er greint af varfærni með kerfisbundinni flokkun af fagfólki sem hefur fengið tiltekna þjálfun og öðlast þannig réttindi til slíkrar greiningar.


“The children became ‘actors in someone else’s play”

(Reder and Duncan, 1999)


Hugmyndafræði „Meaning of the Child“ er byggð á grunni tengslakenninga og rannsóknum,

Reder og Duncan frá árinu 1995 og 1999, sem felast í orðræðu fullorðinna. Það er að segja

mynstrum um hvernig fullorðnir tala um tengslasambönd. Að greina slíka orðræðu er grunnur að

sambandi barns og umönnunaraðila, það veitir ákveðna innsýn í mannlegan þroska og hvernig

þeir sem eru okkur nákomnir sjá og upplifa sig og aðra (Fonagy og fleiri, 2004).


“What cannot be communicated to the [m]other, cannot be communicated to the self”

(attributed to John Bowlby)


The Meaning of the Child viðtalið leggur áherslu á að rýna í hvernig umönnunaraðili hugsar og

talar um eigið barn. Með því að öðlast innsýn í hugarheim umönnunaraðila er hægt að skima

hvaða stuðningur er mikilvægur, skoða samskiptamynstur barns og umönnunaraðila og meta

hugsanlegar afleiðingar slíkra mynstra fyrir þroska barnsins. Svo og veita viðeigandi stuðning og

íhlutun sem miðar að auka gæði tengslasambands barns og umönnunaraðila, ef þess er þörf

(Grey and Farnfield 2017a).


“If a community values its children, it must cherish it’s parents”

John Bowlby


Stuðningsúrræði fyrir umönnunaraðila miða oft að úrræðum sem hafa verið gagnreynd og virka

oft vel fyrir heildina, en gagnast ekki öllum. Slíkur stuðningur og úrræði eru ekki einstaklingsmiðuð og skortir því oft innsýn í hvort umönnunaðili hafi almennt færni í að tileinka sér slíkan stuðning. Eigin reynsla mótar hvaða skilning við höfum í tengslasambönd og hvaða færni og getu við höfum aðgengi að. Áföll geta haft veruleg áhrif á færni, þekkingu og getu til að takast á við foreldrahlutverkið (Bowlby 1982).


MotC veitir innsýn í slíka reynslu og hvaða áhrif það hefur á tengslasamband umönnunaraðila og

barns. Með því að tileinka sér notkun á MotC geta stofnanir veitt þann stuðning sem er líklegur til

að skila árangri og sparað þannig fjármagn í úrræði og stuðning sem mun ekki vera vænlegur til

árangurs fyrir tilteknar fjölskyldur. En með fyrrgreindum stuðning eru umönnunaraðila og barni

oft kennt um að hafa ekki verið til samvinnu né tileinkað sér óviðeigandi stuðning (Crittenden et

al. in press).

24 views
bottom of page